Sport

Lobov þjálfaði lífverði Pútin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lobov og Conor fagna á góðri stundu.
Lobov og Conor fagna á góðri stundu. vísir/getty

Bardagakappinn og Íslandsvinurinn Artem Lobov, sem er liðsfélagi Gunnars Nelson og Conor McGregor, fékk óvenjulegt verkefni í Rússlandi á dögunum.

Lobov er Rússi en hefur alið manninn í Írlandi þar sem hann hefur æft í áraraðir undir handleiðslu John Kavanagh. Hann fékk skilaboð frá heimalandinu um að koma og þjálfa sérsveitarmenn Rússa sem meðal annars sinna starfi lífvarða Vladimir Pútin, forseta Rússlands.

Lobov varð að sjálfsögðu við kallinu en æfingarnar fóru fram á leynilegum stað í hjarta Kremlin.„Það var ótrúlegur heiður að vera boðið til Kremlin. Það hefur verið draumur minn síðan ég var barn að koma hingað. Ég leyfði mér þó aldrei að dreyma um að ég fengi að þjálfa sérsveitirnar. Það var ótrúlega spennandi og skemmtilegt,“ sagði Lobov kátur.

Stórvinur hans, Conor McGregor, mætti á Instagram til að lýsa því yfir hversu stoltur hann væri af vini sínum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.