Körfubolti

Spillti NBA-dómarinn handtekinn fyrir líkamsárás

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tim Donaghy.
Tim Donaghy. vísir/getty

Það muna eflaust margir eftir NBA-dómaranum Tim Donaghy sem var stungið í steininn er upp komst að hann veðjaði á leiki sem hann var að dæma í deildinni.

Hann er aftur í fréttunum í dag en að þessu sinni út af líkamsárás. Donaghy var handtekinn í Flórída í gær.

Dómarinn fyrrverandi óttaðist að dóttir sín væri að nota eiturlyf heima hjá vini sínum og fór þangað með hamar í hendinni. Þar mætti honum faðir vinarins og sló í brýnu á milli þeirra þar sem Donaghy er sakaður um að hafa lamið frá sér með hamrinum. Hann hefur neitað sök í málinu.

Donaghy dæmdi yfir 200 leiki í NBA-deildinni á sínum tíma og 20 leiki í úrslitakeppninni. FBI byrjaði að rannsaka hann árið 2007 og hans mál enduðu með því að hann játaði sekt sína. Fékk hann fyrir fimmtán mánaða fangelsisdóm.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.