Golf

Nicklaus: Ég hef engan áhuga á endurkomu Tigers

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tiger og Nicklaus fyrir nokkrum árum síðan.
Tiger og Nicklaus fyrir nokkrum árum síðan. vísir/getty

Golfheimurinn gladdist mikið er Tiger Woods snéri til baka á dögunum. Reyndar ekki allir því sjálfur Jack Nicklaus hefur engan áhuga á því að horfa á Tiger.

Tiger spilaði frábærlega á mótinu sínu í Bahamas á dögunum og fékk fólk til þess að trúa því að hann geti komið til baka og keppt um sigur á mótum á nýjan leik.

„Ég hef engan áhuga á þessari endurkomu,“ sagði eldhress Nicklaus sem þó fylgdist með Tiger á Bahamas en hann ætlar að láta þar við sitja.

„Vona ég að Tiger gangi vel? Að sjálfsögðu en ég hef bara ekki áhuga á því að horfa á hann. Ég er búinn að horfa á hann spila í rúm 20 ár. Af hverju ætti ég að vilja horfa á meira? Ég horfi ekkert á golf lengur.“

Tiger mun væntanlega keppa næst um miðja febrúar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.