Handbolti

Viggó markahæstur í dramatísku jafntefli

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Viggó í leik með Gróttu gegn ÍR á síðasta tímabili.
Viggó í leik með Gróttu gegn ÍR á síðasta tímabili. vísir/ernir

Viggó Kristjánsson var markahæstur í liði Westwien sem gerði jafntefli við UHK Krems í austurrísku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Viggó skoraði 8 mörk, þar af 2 úr vítaskotum. Viggó er þriðji markahæstur í deildinni með 102 mörk. Stutt er í Dean Pomorisac í öðru sætinu, en hann hefur skorað 114 mörk. Sá sem er efstur á lista er hins vegar Srdjan Predragovic með 172 mörk, litlum 70 meira en Viggó hefur skorað, en þeir hafa báðir leikið 17 leiki.

Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði 3 mörk fyrir Westwien í leiknum.

Westwien náði forystu snemma leiks og fór með þriggja marka forystu í hálfleikinn, 14-17. Áfram héldu gestirnir sama krafti í seinni hálfleik, voru með þriggja til fjögurra marka forystu lengi af þar til á síðustu tíu mínútunum þegar heimamenn náðu að klóra í bakkann.

Það voru aðeins fjórar sekúndur eftir af leiknum þegar Jakob Jochmann jafnaði leikinn úr vítaskoti og tryggði heimamönnum stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.