Erlent

Annar lestarstjórinn minntist á hraðann rétt fyrir slysið

Kjartan Kjartansson skrifar
Vagnarnir höfnuðu meðal annars á bílum á hraðbrautinni fyrir neðan teinana. Allir þeir sem fórust voru farþegar í lestinni.
Vagnarnir höfnuðu meðal annars á bílum á hraðbrautinni fyrir neðan teinana. Allir þeir sem fórust voru farþegar í lestinni. Vísir/AFP
Rannsakendur mannskæða lestarslyssins sem átti sér stað í Washington-ríki í Bandaríkjunum á mánudag segja að annar stjórnenda lestarinnar hafi haft á orði að hún væri á miklum hraða sex sekúndum áður en hún fór út af sporinu. Tveir vegna steyptust af teinunum niður á hraðbraut.

Þrír fórust í slysinu og hundrað manns til viðbótar slösuðust. Upptökur úr lestinni sýna að stjórnandi lestarinnar hemlaði en notaði ekki neyðarhemilinn, að því er kemur fram í frétt Reuters.

Lestin var á tæplega 130 km/klst þegar hún fór út af sporinu. Hármarkshraði á því svæði er um 50 km/klst.

Richard Anderson, forseti Amtrak-lestarfyrirtækisins, vill að innleiðingu nýs öryggiskerfis verði flýtt í kjölfar slyssins. Það kerfi gæti hægt sjálfkrafa á lestum sem eru á of miklum hraða og forðað slysum. Um helmingur lesta Amtrak og tveir þriðju hlutar lestarteina eru útbúnir kerfinu.


Tengdar fréttir

Mannskætt lestarslys í Washington-ríki

Nokkrir eru sagðir hafa farist þegar vagnar farþegalestar steyptust niður á hraðbraut í Washington-ríki í Bandaríkjunum í dag.

Lestinni var ekið allt of hratt

Minnst þrír létu lífið þegar lest fór út af sporinu á miklum hraða í Washington í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×