Lífið

Annar maðurinn til að kitla John Oliver

Samúel Karl Ólason skrifar
John Oliver og Russell Howard á góðri stund.
John Oliver og Russell Howard á góðri stund.
Grínistinn og þáttastjórnandinn John Oliver mætti á dögunum í þátt Russell Howard, Russell Howard Hour, á Sky One í Bretlandi. Úr varð óborganlegt viðtal á milli gamalla vina þar sem þeir ræða hin ýmsu mál eins og Dustin Hoffman, Hundahæstarétt, að einhver hafi kallað son Oliver „kuntu“ og enda á því að Howard kitlaði Oliver, sem er mjög illa við að láta snerta sig.

Fyrir það hafði aðeins einn maður kitlað John Oliver en það var Dailai Lama.

Þetta var í fyrsta sinn í tólf ár sem John Oliver, sem er breskur en hefur búið lengi í Bandaríkjunum, var gestur í breskum þætti.

Það er vert að vara við blótsyrðum þeirra félaga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×