Enski boltinn

Bellerin: Stjórinn lét okkur heyra það

Dagur Lárusson skrifar
Hector Bellerin í baráttunni við Sadio Mané.
Hector Bellerin í baráttunni við Sadio Mané. vísir/getty
Hector Bellerin, leikmaður Arsenal, segir að knattspyrnustjórinn Arsene Wenger hafi verið ástæðan fyrir því að Arsenal sneri við blaðinu á föstudaginn gegn Liverpool og spilaði mun betur í síðari hálfleiknum.

Bellerin segir að ræða Wenger í búningsklefa í leikhléi hafi breytt hugarfari leikmanna.

„Við byrjuðum alls ekki vel og þeir voru mikið betri en við í fyrri hálfleiknum og stjórinn lét okkur heyra það í hálfleik,” sagði Bellerin.

„Hann sagði okkur hvað við þyrftum að gera og við tókum allir vel í það sem hann sagði. Við skoruðum þrjú mörk á fimm mínútum og trúin var komin aftur í liðið.”

„Því miður gátum við ekki varið forystu okkar og því þurftum við að sætta okkur við jafnteflið,” sagði Bellerin.

„Við tökum það jákvæða úr þessum leik og það er það hvernig við sýndum mikla trú í seinni hálfleiknum og snérum leiknum við.”


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×