Lífið

Hafði ekkert á móti því að fækka fötum fyrir Star Wars

Birgir Olgeirsson skrifar
Adam Driver við æfingar fyrir Star Wars.
Adam Driver við æfingar fyrir Star Wars. YouTube
Það má með sanni segja að Adam Driver sé einn af þekktustu leikurunum í bransanum í dag.

Því má helst þakka að hann landaði hlutverki í nýjustu Stjörnustríðsmyndunum sem hinn óstýrláti Kylo Ren.

Hlutverkið krafðist þess af leikaranum að hann myndi æfa sig í marga mánuði í sveifla sverði og fór svo að leikarinn komst í gífurlega gott form.

Formið varð svo gott að leikstjóri nýjustu myndarinnar The Last Jedi, Rian Johnson, varð yfir sig hrifinn og stakk upp á því að leikarin myndi fækka fötum fyrir eina senu.



Johnson ræddi þessa senu við tímaritið People:


„Adam leit svo djöfulli vel út því hann hafði æft svo stíft í sex mánuði fyrir bardagasenurnar. Ég sá formið á honum og stakk upp á því að við ættum að sýna það,” sagði Johnson í lauslegri þýðingu.

Adam Driver hafði ekkert við þessa uppástungu að athuga en á vef Mashable er bent á að leikarinn hafi margoft verið nakinn í sjónvarpsþáttunum Girls og því ekkert tiltökumál fyrir hann.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af leikurum The Last Jedi við æfingar fyrir myndina:


Tengdar fréttir

Star Wars: The Last Jedi - Skemmtilegt kraðak af mistökum

Star Wars: The Last Jedi er tiltölulega ný komin út og hefur hún notið mikilla vinsælda. Áhorfendur eru þó ekki allir sammála um það hve góð þessi mynd er og í rauninni hvort hún sé yfir höfuð góð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×