Jafnrétti er leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Jón Atli Benediktsson skrifar 27. desember 2017 07:00 Á árunum 2010 til 2015 dró jafnt og þétt úr kynbundnum mun á launum starfsfólks Háskóla Íslands og er munurinn nú minni en gengur og gerist í íslensku atvinnulífi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýútkominni skýrslu Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, „Kynjajafnrétti innan Háskóla Íslands“, um niðurstöður jafnlaunarannsóknar og úttektar á framgangskerfi Háskóla Íslands. Þessi árangur er afar ánægjulegur og er afrakstur margvíslegra aðgerða og umræðu sem átt hefur sér stað innan skólans á undanförnum árum í þeim tilgangi að útrýma kynbundnum launamun. Starfsfólk Háskóla Íslands skiptist í tvo hópa, akademíska starfsmenn og starfsfólk í stjórnsýslu. Í skýrslunni kemur fram að þegar tekið hefur verið tillit til hefðbundinna skýribreyta er meiri munur á launum karla og kvenna innan stjórnsýslunnar (4%) en í akademískum störfum (0,9%). Við því þarf að bregðast. Samkvæmt skýrslunni eru vísbendingar um að launamunurinn meðal akademískra starfsmanna sé ekki beint kynjaður heldur megi rekja hann til framgangskerfis skólans. Framgangskerfið byggir m.a. á vinnumati sem skýrsluhöfundar telja betur sniðið að greinum þar sem karlar eru í meirihluta. Þetta geri körlum hægara um vik að fá framgang í starfi en konum og skilar þeim um leið hærri launum. Þessar vísbendingar skýrslunnar tökum við mjög alvarlega og munum nota þær við endurskoðun vinnumatskerfis skólans sem nú stendur yfir. Skýrsla Félagsvísindastofnunar mun jafnframt nýtast við yfirstandandi vinnu við þróun fjölskyldustefnu Háskóla Íslands sem mun hafa það að markmiði að gera starfsfólki betur kleift að samþætta starf og einkalíf. Einnig er hafinn undirbúningur að kynjaðri fjárhagsáætlanagerð og jafnlaunavottun fyrir Háskóla Íslands.Brugðist við af festu Umræða um niðurstöður skýrslu Félagsvísindastofnunar kemur beint í kjölfar #metoo-byltingarinnar en reynslusögur af kynferðislegri áreitni og öðru kynbundnu ofbeldi hafa valdið vakningu í íslensku samfélagi. Við þessum mikilvægu röddum höfum við hjá Háskóla Íslands brugðist af festu. Í byrjun desember var settur á fót starfshópur til að kanna hvort núverandi siðareglur skólans og verklagsreglur um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og öðru kynferðislegu ofbeldi dugi til að taka á þessum málum. Starfshópnum er ætlað að meta hvort og hvaða frekari aðgerða er þörf. Jafnframt hefur stærri hóp starfsfólks og nemenda verið boðið til samtals um hvaða frekari greiningarvinnu sé þörf og frekari skref þurfi að taka. Innan Háskóla Íslands munum við ekki sýna þolinmæði gagnvart valdníðslu og niðurlægjandi hegðun í garð kvenna og jaðarsettra hópa. Jafnrétti er leiðarljós í starfi Háskóla Íslands og eitt af grunngildum í stefnu skólans fyrir tímabilið 2016-2021. Frekari greiningar er þörf á starfsemi Háskólans með tilliti til jafnréttissjónarmiða, en skýrsla Félagsvísindastofnunar er mikilvæg við gerð aðgerðaáætlunar um útrýmingu kynbundins launamunar innan skólans. Árangur Háskóla Íslands byggist á þeim auði sem býr í starfsfólki og nemendum. Mikilvægt er að hlúa að honum með því að tryggja starfsumhverfi sem stuðlar að öryggi, velferð, heilbrigði og jafnrétti.Höfundur er rektor Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Atli Benediktsson Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Á árunum 2010 til 2015 dró jafnt og þétt úr kynbundnum mun á launum starfsfólks Háskóla Íslands og er munurinn nú minni en gengur og gerist í íslensku atvinnulífi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýútkominni skýrslu Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, „Kynjajafnrétti innan Háskóla Íslands“, um niðurstöður jafnlaunarannsóknar og úttektar á framgangskerfi Háskóla Íslands. Þessi árangur er afar ánægjulegur og er afrakstur margvíslegra aðgerða og umræðu sem átt hefur sér stað innan skólans á undanförnum árum í þeim tilgangi að útrýma kynbundnum launamun. Starfsfólk Háskóla Íslands skiptist í tvo hópa, akademíska starfsmenn og starfsfólk í stjórnsýslu. Í skýrslunni kemur fram að þegar tekið hefur verið tillit til hefðbundinna skýribreyta er meiri munur á launum karla og kvenna innan stjórnsýslunnar (4%) en í akademískum störfum (0,9%). Við því þarf að bregðast. Samkvæmt skýrslunni eru vísbendingar um að launamunurinn meðal akademískra starfsmanna sé ekki beint kynjaður heldur megi rekja hann til framgangskerfis skólans. Framgangskerfið byggir m.a. á vinnumati sem skýrsluhöfundar telja betur sniðið að greinum þar sem karlar eru í meirihluta. Þetta geri körlum hægara um vik að fá framgang í starfi en konum og skilar þeim um leið hærri launum. Þessar vísbendingar skýrslunnar tökum við mjög alvarlega og munum nota þær við endurskoðun vinnumatskerfis skólans sem nú stendur yfir. Skýrsla Félagsvísindastofnunar mun jafnframt nýtast við yfirstandandi vinnu við þróun fjölskyldustefnu Háskóla Íslands sem mun hafa það að markmiði að gera starfsfólki betur kleift að samþætta starf og einkalíf. Einnig er hafinn undirbúningur að kynjaðri fjárhagsáætlanagerð og jafnlaunavottun fyrir Háskóla Íslands.Brugðist við af festu Umræða um niðurstöður skýrslu Félagsvísindastofnunar kemur beint í kjölfar #metoo-byltingarinnar en reynslusögur af kynferðislegri áreitni og öðru kynbundnu ofbeldi hafa valdið vakningu í íslensku samfélagi. Við þessum mikilvægu röddum höfum við hjá Háskóla Íslands brugðist af festu. Í byrjun desember var settur á fót starfshópur til að kanna hvort núverandi siðareglur skólans og verklagsreglur um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og öðru kynferðislegu ofbeldi dugi til að taka á þessum málum. Starfshópnum er ætlað að meta hvort og hvaða frekari aðgerða er þörf. Jafnframt hefur stærri hóp starfsfólks og nemenda verið boðið til samtals um hvaða frekari greiningarvinnu sé þörf og frekari skref þurfi að taka. Innan Háskóla Íslands munum við ekki sýna þolinmæði gagnvart valdníðslu og niðurlægjandi hegðun í garð kvenna og jaðarsettra hópa. Jafnrétti er leiðarljós í starfi Háskóla Íslands og eitt af grunngildum í stefnu skólans fyrir tímabilið 2016-2021. Frekari greiningar er þörf á starfsemi Háskólans með tilliti til jafnréttissjónarmiða, en skýrsla Félagsvísindastofnunar er mikilvæg við gerð aðgerðaáætlunar um útrýmingu kynbundins launamunar innan skólans. Árangur Háskóla Íslands byggist á þeim auði sem býr í starfsfólki og nemendum. Mikilvægt er að hlúa að honum með því að tryggja starfsumhverfi sem stuðlar að öryggi, velferð, heilbrigði og jafnrétti.Höfundur er rektor Háskóla Íslands
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun