Formúla 1

„Strákar klæðast ekki prinsessukjólum“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hamilton ásamt ofurfyrirsætunni Irinu Shayk.
Hamilton ásamt ofurfyrirsætunni Irinu Shayk. vísir/getty

Heimsmeistarinn í Formúlu 1, Lewis Hamilton, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í myndbandi á Instagram.

Í myndbandinu er lítill frændi Hamilton að leika sér í prinsessukjól. „Strákar klæðast ekki prinsessukjólum,“ sagði Hamilton meðal annars við hann. Það féll ekki vel í kramið.

Nú er búið að eyða þessu myndbandi og ökuþórinn hefur beðist afsökunar á ummælum sínum.

Hann segist vera miður sín yfir þessum heimskulegu ummælum og að sjálfsögðu megi litli frændi hans tjá sig eins og hann vill.

Afsökunarbeiðnin kom í kjölfarið á mjög harkalegri gagnrýni sem kappinn fékk á samfélagsmiðlum fyrir ummælin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.