Erlent

Flug­elda­sýningin víkur fyrir leysi­geisla­sýningu

Atli Ísleifsson skrifar
Borgarbúar í Lidköping mega eiga von á miklu sjónarspili á gamlárskvöldi.
Borgarbúar í Lidköping mega eiga von á miklu sjónarspili á gamlárskvöldi. lidköpings kommun

Yfirvöld í sænsku borginni Lidköping hafa ákveðið að bregða út af vananum og sleppa flugeldasýningunni á gamlárskvöldi. Þess í stað verður borgarbúum og gestum boðið upp á leysigeislasýningu.

Skaðsemi flugelda, bæði fyrir umhverfi og dýr, hefur lengi verið í umræðunni í Svíþjóð og hafa borgaryfirvöld í Lidköping nú ákveðið að stíga það skref að hætta við árlega flugeldasýningu borgarinnar á Nya Stadens torgi.

Helene Wellner, yfirmaður menningarmála hjá borginni, segir að margir sem vilja halda í hefðirnar hafi lýst yfir efasemdum vegna málsins, en að flestir séu þó jákvæðir.

Í frétt SVT segir að flugeldasýningin á síðasta ári hafi kostað 150 þúsund sænskar krónur, um tvær milljónir íslenskar, en að áætlaður kostnaður leysigeislasýningarinnar verði um 200 þúsund sænskar krónur. Sýningin verði þó endurtekin á nýársdag.

Borgin Boden í Svíþjóð hyggst gera líkt og Lidköping og taka upp leysigeislasýningu á gamlárskvöldi í stað flugeldasýningar.


Tengdar fréttir

Hefja flugeldasölu á 130 stöðum á morgun

Flugeldasala björgunarsveitanna hefst á morgun, 28. desember. Jón Ingi Sigvaldason hjá Landsbjörg segir að flugeldar verði seldir á um 130 sölustöðum um land allt og að á sjöunda þúsund sjálfboðaliðar björgunarsveitanna komi að sölunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.