Enski boltinn

Neville um Van Dijk: Þetta er ótrúleg upphæð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Van Dijk með Liverpool-treyjuna í höndunum.
Van Dijk með Liverpool-treyjuna í höndunum. mynd/liverpool
Gary Neville, knattspyrnusérfræðingur Sky Sports, er hissa á því hvað Liverpool greiddi Southampton mikið fyrir varnarmanninn Virgil van Dijk í gær.

Liverpool keypti þá leikmanninn á 75 milljónir punda og Van Dijk er þar með orðinn dýrasti varnarmaður allra tíma.

„Þetta er mikið af peningum. Þegar ég heyrði þetta fyrst þá hugsaði ég bara VÁ !! Ég er ekki hissa á félagaskiptunum en þetta er ótrúleg upphæð,“ sagði Neville.

„Liverpool vantar varnarmenn og þurfti að greiða vel til þess að fá sinn mann. Svona er markaðurinn í dag og hann er ekkert að fara að breytast. Fólk mun gleyma þessari upphæð ef vörn liðsins lagast og það koma titla í hús.“

Van Dijk mun ganga í raðir Liverpool þann 1. janúar er leikmannamarkaðurinn opnar á nýjan leik.


Tengdar fréttir

Liverpool staðfestir komu Van Dijks

Liverpool hefur staðfest að Virgil van Dijk gangi í raðir félagsins þegar félagaskiptaglugginn opnar á nýársdag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×