Enski boltinn

Pep: Skemmtilegra þegar andstæðingurinn reynir að spila fótbolta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pep og Rafa á hliðarlínunni í gær.
Pep og Rafa á hliðarlínunni í gær. vísir/getty
Man. City vann sinn átjánda leik í röð í úrvalsdeildinni í gær en skoraði aðeins eitt mark gegn Newcastle.

Það vantaði samt ekki yfirburðina hjá City í leiknum en liðið átti 21 skot að marki en Newcastle aðeins 6. City var 78 prósent leiktímans með boltann.

Pep Guardiola, stjóri Man. City, virtist ekki vera hrifinn af þeim þétta varnarleik sem Newcastle spilaði í leiknum.

„Mér finnst skemmtilegra þegar andstæðingurinn reynir að spila fótbolta. Það er skemmtilegra fyrir íþróttina sem og fyrir áhorfendur. En hver stjóri ákveður hvað hann vill gera fyrir sitt lið,“ sagði Guardiola eftir leikinn.

„Það þarf að finna leiðir er þeir verjast með alla sína leikmenn inn í teig. Ég get samt ekki dæmt Newcastle en það er samt oft best að sækja. Þegar boltinn er næst okkar marki erum við í mestri hættu. En þeir voru að verjast inn í eigin marki þannig að þetta var auðvelt fyrir okkur.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×