Sport

Byssukúlur og maríjúana fundust í bíl Jackson

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
DeSean Jackson í leik með Tampa.
DeSean Jackson í leik með Tampa. vísir/getty

Bíll í eigu NFL-leikmannsins DeSean Jackson hafnaði á tré á aðfangadagskvöld og ökumaðurinn flúði af vettvangi. Í bílnum fundust byssukúlur og maríjúana.

Áreksturinn átti sér stað í Tampa en Jackson spilar með Tampa Bay Buccaneers. Byssukúlurnar sem fundust eru löglegar í Flórida og kannabisið var það lítið að líklega fengi eigandinn aðeins sekt fyrir vörslu þess.

Jackson segist ekki hafa verið að keyra bílinn og segist geta sannað það. Hann hefur greint lögregluyfirvöldum frá því hvaða vinur hans hafi verið undir stýri.

NFL-leikmaðurinn neitar því að eiga efnið sem fannst í bílnum.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.