Körfubolti

Laura Dern komin með gamla NBA-stjörnu upp á arminn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Laura Dern á frumsýningu kvikmyndarinnar Downsizing.
Laura Dern á frumsýningu kvikmyndarinnar Downsizing. vísir/getty

Leikkonan Laura Dern er kominn með nýjan mann upp á arminn.

Sá heitir Baron Davis og er fyrrverandi stjarna í NBA-deildinni í körfubolta.

Dern og Davis hafa sést saman að undanförnu og ástin virðist blómstra.

Dern, sem er fimmtug, var gift tónlistarmanninum Ben Harper á árunum 2005-13. Þau eiga tvö börn saman.

Dern er sennilega þekktust fyrir leik sinn í Jurassic Park og þá hefur hún leikið í þremur myndum leikstjórans Davids Lynch. Dern lék einnig í nýjustu Stjörnustríðsmyndinni.

Davis, sem er 38 ára, er fráskilinn tveggja barna faðir. Hann lék með Charlotte Hornets, New Orleans Hornets, Golden State Warriors, Los Angeles Clippers, Cleveland Cavaliers og New York Knicks á 13 ára ferli í NBA.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.