Handbolti

„Væntingarnar eru að við vinnum alla leiki sem við spilum“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Íslenska karlalandsliðið kom saman til æfinga í dag, en hópurinn heldur til Króatíu á Evrópumótið í janúar.

Arnar Björnsson kíkti á æfingu landsliðsins í morgun og heyrði í Geir Sveinssyni, landsliðsþjálfara.

„Væntingarnar eru alltaf þær að við stöndum okkur,“ sagði Geir. „Við erum að fara í mjög erfitt og krefjandi verkefni. Við erum að byggja upp lið og þróa þetta lið áfram.“

Ísland hefur leik gegn Svíum 12. janúar í Split í Króatíu.

Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði landsliðsins, segir væntingarnar vera þær að liðið vinni alla þá leiki sem það spili.

Innslag Arnars úr Sportpakkanum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld má sjá í spilaranum hér að ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.