Körfubolti

Ótrúleg endurkoma hjá Boston | Myndbönd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Terry Rozier treður hér boltanum í leiknum í nótt.
Terry Rozier treður hér boltanum í leiknum í nótt. vísir/getty

Boston sýndi ótrúlega seiglu í nótt er liðið kom til baka gegn Houston eftir að hafa verið 26 stigum undir í leiknum. Boston vann leikinn með einu stigi.

Kyrie Irving fór liði Celtics í leiknum og skoraði 26 stig. Jayson Tatum skoraði 19 og Terry Rozier 13. James Harden sem fyrr atkvæðamestur í liði Houston með 34 stig.

Milwaukee vann líka flottan endurkomusigur gegn Minnesota. Bucks var 20 stigum undir en kom til baka með stæl og vann sex stiga sigur. Níu leikja taphrina Orlando Magic tók svo loksins enda.

Úrslit:

Orlando-Detroit  102-89
Boston-Houston  99-98
Milwaukee-Minnesota  102-96
San Antonio-NY Knicks  119-107
Portland-Philadelphia  114-110

Staðan í NBA-deildinni.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.