Erlent

Trump reiður Kínverjum vegna olíudælingar í norðurkóreskt skip

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist afar óánægður með Kínverja í kjölfar frétta þess efnis að kínverskt olíuskip hafi sést vera að dæla olíu yfir í skip frá Norður-Kóreu á hafi úti, að því er virðist til að sniðganga ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
BBC greinir frá þessu, en í nýjustu ályktun ráðsins var ákveðið að skera niður olíuinnflutning til Norður-Kóreu um níutíu prósent.

Kínverjar neita því hins vegar staðfastlega að þeir hafi verið að brjóta gegn ályktunum ráðsins, en þeim er ætlað að fá Norður-Kóreumenn til að hætta þróun kjarnorkuvopna og langdrægra eldflauga.

Í færslu á Twitter vísar Trump forseti til blaðagreinar í suðurkóresku dagblaði þar sem því er haldið fram að bandaríski herinn hafi síðan í október margsinnis orðið vitni að því þegar kínversk olíuskip dæli olíu yfir í norðurkóresk á hafi úti. Fréttin hefur þó ekki verið staðfest af bandarískum stjórnvöldum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.