Sport

Þakklátir fantasy-spilarar styrktu málefnin sem skipta Gurley máli

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Margir NFL-leikmenn hata fantasy enda fá þeir að heyra það frá spilurum er þeir standa sig ekki. Todd Gurley kann að meta fantasy í dag.
Margir NFL-leikmenn hata fantasy enda fá þeir að heyra það frá spilurum er þeir standa sig ekki. Todd Gurley kann að meta fantasy í dag. vísir/getty

Flestir sem fylgjast með NFL-deildinni spila fantasy-leik samhliða glápinu. Þeir sem voru með hlaupara LA Rams, Todd Gurley, í sínu liði stóðu flestir uppi sem sigurvegarar í sinni deild í ár.

Gurley fór nefnilega gjörsamlega á kostum síðustu tvær vikur á meðan úrslitakeppnir í fantasy-deildunum fóru fram. Miðað við stigin sem Gurley nældi í fyrir eigendur sína var nánast ómögulegt fyrir andstæðingana að vinna.Fyrir það voru fantasy-spilararnir afar þakklátir og fjöldi þeirra þakkaði Gurley fyrir frammistöðuna með því að setja fé í þær góðgerðarstofnanir sem Gurley hefur helst styrkt.

„Þetta var ótrúlegt að sjá á Twitter. Að fólki sé ekki sama og styrki, sama hversu lítið það er, skiptir miklu máli fyrir mig,“ sagði Gurley.

Hann olli fantasy-spilurum vonbrigðum í fyrra með frammistöðu sinni en bætti heldur betur fyrir það núna með því að fara á kostum er allt var undir.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.