Enski boltinn

Vöðvarnir hægja á markaskorun Lukaku

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lukaku skýtur eintómum púðurskotum þessa dagana.
Lukaku skýtur eintómum púðurskotum þessa dagana. vísir/getty
Framherjinn Romelu Lukaku hefur ekki staðið undir væntingum það sem af er tímabilinu og herma fjölmiðlar á Englandi að það sé vegna þyngdaraukningar Belgans.

Lukaku var keyptur frá Everton til Manchester United fyrir 75 milljónir punda í sumar og byrjaði hann tímabilið mjög vel, skoraði 11 mörk í fyrstu 10 leikjum sínum.

Síðan þá hefur hann hins vegar aðeins skorað þrjú mörk í síðustu 13 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho hefur varið Lukaku í fjölmiðlum gegn gagnrýni frá sérfræðingum og fyrrum leikmönnum, en breski miðillinn Sun segir að Mourinho sé nú farinn að hafa áhyggjur yfir því að markaþurrðin sé vegna þyngdaraukningar.

Belginn hefur verið duglegur í ræktinni síðan hann kom til United og læknar liðsins hafa staðfest við Mourinho að þyngdaraukningin sé bara vöðvar, en hann á að hafa bætt á sig rúmum þremur kílóum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×