Lífið

Sjaldséðar myndir af heimili Jennifer Aniston

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Heimili Jennifer Aniston er stílhreint og fallegt.
Heimili Jennifer Aniston er stílhreint og fallegt. Vísir / Skjáskot af Instagram

Leikkonan Jennifer Aniston opnar dyrnar að heimili sínu í Hollywood í nýrri auglýsingaherferð SmartWater á Instagram. 

Jennifer deilir heimilinu með eiginmanni sínum Justin Theroux, en þau gengu í það heilaga þann 5. ágúst árið 2015. Þá eiga þau einnig hunda.

 
A post shared by smartwater (@smartwater) on

Eins og sést á meðfylgjandi myndum er heimili Jennifer stílhreint og virðist hún ekki vera hrifin af litríkum innréttingum. Litirnir grár og hvítur eru ríkjandi en samt nær hún að skapa mjög hlýjan stíl, þó mínímalískur sé.

 
A post shared by smartwater (@smartwater) on

Í stofunni er grár sófi en Jennifer poppar hann upp með fallegum púðum sem auka á þægindi og hlýju.

 
A post shared by smartwater (@smartwater) on

Þá skreytir hún einnig heimilið með fallegum veggskreytingum og endurspeglar heimilið persónuleika leikkonunnar fullkomlega. 

 
A post shared by smartwater (@smartwater) on

Þá má einnig sjá glitta í fjölmargar uppskriftabækur í eldhúsinu en hún og Justin elska að eyða saman tíma í eldhúsinu og elda dýrindismáltíðir. Ku pastaréttir vera í miklu uppáhaldi.

 
A post shared by smartwater (@smartwater) on
 
A post shared by smartwater (@smartwater) onAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.