Fótbolti

Íslensku strákarnir höfðu betur gegn Ronaldo

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Íslensku strákarnir halda áfram að slá í gegn um allan heim
Íslensku strákarnir halda áfram að slá í gegn um allan heim vísir/ernir

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta var valið sem karakter ársins í íþróttaheiminum (e. Sports Personality of the Year) af lesendum fréttavefsins Euronews.

„Öskubuskulið Evrópumótsins 2016 sannaði að árangurinn þar var ekki einsdæmi með því að verða minnsta þjóð sögunnar sem kemst inn á lokakeppni Heimsmeistaramóts,“ segir í umsögn síðunnar um liðið.

Landsliðið vann kosninguna með nokkrum yfirburðum, en það hlaut 42 prósent atkvæða. Næstur kom stórstjarnan Cristiano Ronaldo með 31 prósent og breski hlauparinn Mo Farah varð þriðji með 13 prósent.

Einn lesandi síðunnar skrifaði í athugasemd með atkvæði sínu að „það verður að vera Ísland. London, Berlín og París eru stærri heldur en allt landið!“

Karlalandsliðið er hlaðið verðlaunum þessa dagana, en það var valið lið ársins af Samtökum íþróttafréttamanna í gær og Heimir Hallgrímsson, þjálfari liðsins, var þjálfari ársins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.