Innlent

Svifryk töluvert yfir heilsuverndarmörkum

Samúel Karl Ólason skrifar
Nú er hægur vindur og kalt, götur þurrar og litlar líkur á úrkomu næstu daga er búist við svipuðum veðurfarsaðstæðum og því líkur á svifryksmengun við umferðargötur.
Nú er hægur vindur og kalt, götur þurrar og litlar líkur á úrkomu næstu daga er búist við svipuðum veðurfarsaðstæðum og því líkur á svifryksmengun við umferðargötur. Vísir/Ernir

Styrkur svifryks hefur farið hækkandi í dag samkvæmt mælistöðvum við Grensásveg og Hringbraut. Hálftímagildi svifryks við Grensásveg var 204 míkrógrömm á rúmmetra klukkan 14:30 í dag. Samkvæmt tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur verður styrkur svifryks að öllum líkindum yfir sólarhringsheilsuverndarmörkum.

Hálftímagildið við Hringbraut var 100 míkrógrömm á sama tíma.

Mælt er með því að börn og þeir sem séu viðkvæmir fyrir í öndunarfærum forðist útivist í nágrenni stórra umferðargatna. Sólarhrings heilsuverndarmörkin fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.

Nú er hægur vindur og kalt, götur þurrar og litlar líkur á úrkomu næstu daga er búist við svipuðum veðurfarsaðstæðum og því líkur á svifryksmengun við umferðargötur.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt er að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi.

Hér má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík. Loftgæðafarstöðvar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur eru nú staðsettar við leikskólann Grænuborg við Eiríksgötu og við Hringbraut 26.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.