Lífið

Kate Winslet og Stephen Colbert gera nýjan endi á Titanic

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtilegur gestur.
Skemmtilegur gestur.
Kvikmyndin Titanic er einhver allra vinsælasta mynd allra tíma. Hún vann 11 Óskarsverðlaun árið 1998 en hún kom út árið 1997. Hún halaði inn 1,84 milljarða Bandaríkjadollara og er einnig einhver tekjuhæsta kvikmynd allra tíma.

Margir góðir leikarar tóku þátt í verkefninu og fór ferill þeirra fyrir alvöru af stað eftir að myndin kom út. Titanic var leikstýrð af James Cameron og var hún tilnefnd til 14 Óskarsverðlauna.

Þau Kate Winslet og Leonardo Dicaprio fóru með aðalhlutverkin í Titanic og breyttist líf þeirra beggja um leið. Aðrir leikarar náðu einnig langt eftir að hafa tekið þátt.

Kate Winslet var gestur hjá Stephen Colbert á dögunum og ræddu þau meðal annars um kvikmyndina.

Saman ákváðu þau að endurleika nýjan endi á kvikmyndina og má sjá útkomuna hér að neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×