Erlent

Snjó kyngir niður á Bretlandseyjum

Ingvar Þór Björnsson skrifar
St. Paul's dómkirkjan er í vetrarbúningi í dag.
St. Paul's dómkirkjan er í vetrarbúningi í dag. Vísir/AFP
Mikil snjókoma er nú á Bretlandseyjum og hafa veðurviðvaranir verið gefnar út á mörgum svæðum. Veðrið hefur raskað samgöngum og loka hefur þurft flugbrautum. BBC greinir frá þessu.

Mest hefur snjóað í Sennybridge í Wales en snjódýptin þar hefur náð allt að þrjátíu sentímetrum. Þá hefur einnig verið mikill vindur í Suður-Englandi. Um 24.000 heimili voru án rafmagns í Oxford, Berkshire og Wiltshire en búist er við töluverðum töfum á samgöngum fram eftir degi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×