Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Birgir Olgeirsson skrifar
Sorgin hefur heltekið fjölskylduna segir móðir Albanans, Klevis Sula sem lést eftir að hafa verið stungin með hnífi í miðborg Reykjavíkur. Hún segir son sinn hafa ætlað að hjálpa árásarmanni sínum þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. Nadine Guðrún Yaghi hitti móður Klevis í dag og verður viðtalið sýnt í kvöldfréttum Stöðvar klukkan 18:30.

Þar verður einnig rætt við nokkrar af þeim konum sem tóku þátt í MeToo viðburðinum í Borgarleikhúsinu í dag en þær telja að átakið komi til með að breyta orðræðunni og viðhorfum í samfélaginu til frambúðar.10 ára drengur varð fyrir varanlegri sjónskerðingu á öðru auga eftir að hafa beint leikfangaleiser í augað á sér.

Rætt verður við drenginn og móður hans í fréttatímanum. Jólastemningin vex með hverjum deginum enda ekki nema 14 dagar til jóla. Fréttastofan brá sér í miðborgina í dag og hitti þar jólasveina og jólakóra. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×