Enski boltinn

Messan: Krísa Tottenham ekki búin þrátt fyrir stórsigur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Þrátt fyrir að hafa unnið Stoke sannfærandi um helgina þá er krísan ekki yfirstaðin hjá Tottenham að mati strákanna í Messunni.

„Slakaðu á Rikki, þeir voru að vinna Stoke City sem er eitt allra lélegasta liðið og andlausasta liðið í enska boltanum,“ sagði Hjörvar Hafliðason sem var annar gesta Ríkharðs Óskars Guðnasonar í gær.

„Það segir mér ekki að krísan sé búin hjá Tottenham. Þeir eru bara búnir að vera slakir og lenda í vandræðum með meiðsli.“

Hjörvar vildi ekki viðurkenna að hafa fundist Tottenham góðir í leiknum, en þeir unnu 5-1 sigur á Wembley.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.