Enski boltinn

Moyes: Adrián orðinn markvörður númer eitt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Joe Hart hefur ekki átt gott tímabil í marki West Ham.
Joe Hart hefur ekki átt gott tímabil í marki West Ham. vísir/getty
David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham, segir að Joe Hart verði að gera sér að góðu að sitja á bekknum á Hömrunum. Adrián sé markvörður númer eitt eins og staðan er núna.

Hart kom á láni til West Ham frá Manchester City fyrir tímabilið en hefur lítið getað. Moyes setti hann á endanum á bekkinn og í síðustu tveimur deildarleikjum hefur Adrián varið mark West Ham og staðið sig vel.

„Ég er heppinn að hafa tvo mjög góða markverði og Adrián þarf að spila vel. En eins og staðan er núna er hann markvörður númer eitt,“ sagði Moyes.

Aðspurður hvort hann myndi leyfa Hart að fara til að auka möguleika hans á að halda sæti sínu í enska landsliðinu svaraði Moyes: „Mitt verkefni er að velja lið West Ham, ekki enska landsliðið.“

West Ham tekur á móti Arsenal í 17. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×