Enski boltinn

Zlatan: Guardiola er barnalegasti þjálfari sem ég hef haft

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Zlatan og Pep á sínum tíma hjá barcelona.
Zlatan og Pep á sínum tíma hjá barcelona. vísir/afp

Zlatan Ibrahimovic, framherji Manchester United, segir að Pep Guardiola sé barnalegasti þjálfari sem hann hafi verið hjá um ævina en Pep stýrði Svíanum hjá Barcelona eina leiktíð frá 2009-2010.

Zlatan var fljótur að koma sér burt sumarið 2010 en honum fannst allt hjá Barcelona snúast um Messi og reyndi að ræða það við Pep án árangurs.

Svíinn fór vel af stað hjá Barcelona en hann fór að byrja meira á bekknum þegar að Guardiola skipti um leikkerfi. Þrátt fyrir allt skoraði Zlatan 16 mörk í 23 byrjunarliðsleikjum og 29 mörk í heildina.

„Fyrstu sex mánuði var allt fullkomið en svo breytti hann um leikkerfið og það gekk ekki upp fyrir mig. Ég fór og talaði við hann og sagði honum að ég vildi ræða málin,“ segir Zlatan í viðtali við Sky Italia.

„Ég sagði honum að mér fannst að hann væri að fórna sumum leikmönnum fyrir einn leikmann. Það var Messi. Hann sagðist ekki vera sammála því en skildi hvert ég var að fara. Guardiola sagðist ætla að laga allt og leysa öll vandamál og allt yrði í lagi.“

„Í næsta leik var ég svo aftur á bekknum. Ég sagði ekkert heldur lagði bara meira á mig. Svo var ég á bekknum aftur í næsta leik. Hann talaði ekki við mig og svo var ég á bekknum þriðja leikinn í röð og svo fjórða leikinn.“

„Mér fannst þetta skrítið en þarna hætti hann alveg að tala við mig. Ef ég kom inn í herbergi fór hann út og horfði ekki á mig. Hann var ekki slæmur maður, bara sá barnalegasti sem ég hef kynnst. Alvöru maður leysir svona vandamál,“ segir Zlatan Ibrahimovic.


Tengdar fréttir

Mourinho trúir ekki því sem Pep segir

Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, byrjaði sálfræðihernaðinn fyrir leikinn gegn Man. City um næstu helgi um leið og hann var kominn með sitt lið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar í gær.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.