Handbolti

Stórleikur Stjörnunnar og ÍBV þriðja árið í röð

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Stjarnan hefur orðið bikarmeistari tvö ár í röð.
Stjarnan hefur orðið bikarmeistari tvö ár í röð. vísir/andri marinó
Dregið var til 8-liða úrslita í Coca cola bikarnum í handbolta í dag.

Í pottinum hjá körlunum voru Grótta, Valur, Selfoss, Haukar, Fram, FH, ÍBV og Þróttur Reykjavík.

Íslandsmeistarar FH drógust á móti Fram sem vann Aftureldingu óvart í gærkvöldi. Stórleikur 8-liða úrslitanna er viðureign ríkjandi bikarmeistara Vals og Hauka. Svo mætast Grótta og ÍBV og Þróttur og Selfoss.

Kvennamegin voru HK, Stjarnan, KA/Þór, ÍBV, Fjölnir, Haukar, Fram og ÍR í pottinum. 

Þegar tvö lið voru eftir í pottinum voru þar Stjarnan og ÍBV. Þessi lið höfðu dregist saman í 8-liða úrslit síðustu tvö ár og sagði Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, að hún hefði vitað af því að þær myndu fá Stjörnuna fyrir dráttinn, það væri bara spurning um hver fengi heimaréttinn. Það voru Stjörnukonur sem komu á undan upp úr pottinum, og því fer leikurinn fram í Garðabænum. 

Aðrar viðureignir voru KA/Þór - Fjölnir, ÍR - Fram og HK - Haukar. 

Vísir var með beina textalýsingu af drættinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×