Lífið

Þetta má alls ekki gera á jólahlaðborði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Siggi, Albert og Vala fóru vel yfir jólahlaðborðin.
Siggi, Albert og Vala fóru vel yfir jólahlaðborðin.
Sjónvarpskonan Valgerður Matthíasdóttir fór yfir jólahlaðborðin í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Um er að ræða skemmtilega hefð en sjónvarpskonan ræddi til að mynda um þróunina við stjörnukokkinn Sigga Hall. Hann þekkir þessa hefð vel og segir að þetta þekkist vel á öllum norðurlöndunum.

„Þetta tók í raun við af jólaglöggfylleríinu sem þekktist hér áður fyrir.“

Albert Eiríksson er mikill sérfræðingur þegar kemur að jólahlaðborðunum og veit hann sitthvað um málið. Hann fór vel yfir það hvað má ekki gera á jólahlaðborði en Albert hefur bæði stúdderað og skrifað um borðsiði.

Hér að neðan má sjá yfirferð Alberts um þá hluti sem má ekki gera á jólahlaðborði:

1.  Ekki mæta glorhungraður á staðinn. Borða ágætlega í hádeginu og þá verður þú orðinn svöng/svangur þegar þú mætir á hlaðborðið.

2. Farðu oft og fáðu þér lítið í einu. Ekki troða á diskinn. Þú ferð sennilega sex-sjö sinnum á hlaðborðið.

3. Ekki reyna fá allt fyrir peninginn þinn og borða alveg á þig gat.

4. Ekki detta í það á jólahlaðborðinu, það er búið.



Hér að neðan má sjá Íslandi í dag frá því í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×