Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Fjórtán hundruð konur innan mennta- og heilbrigðisgeirans bættust í dag í hóp kvenna sem lýsa kynbundnu ofbeldi og mismunun. Landspítalinn ætlar að taka hart á ósæmilegri framkomu starfsmanna og unnið er að því að skilgreina innan spítalans hvað teljist eðlileg samskipti. Við fjöllum nánar um þetta í fréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö og ræðum við Pál Matthíasson forstjóra spítalans.

Í fréttatímanum fjöllum við einnig um mikla fjölgun í tilkynntum kynferðisbrotum en þeim hefur fjölgað um allt að 40 prósent milli ára, eftir því við hvaða mánuð er miðað. Alls hefur verið tilkynnt um þrjú hundruð kynferðisbrot til lögreglu það sem af er ári.

Við fjöllum líka um aukin framlög til forsætisráðuneytisins í fjárlagafrumvarpinu sem sætt hefur gagnrýni. Framlög til ráðuneytisins aukast um fimmtíu prósent milli ára. Tilgangurinn er að tryggja samhæfingu á milli starfa ráðuneytanna innan stjórnarráðsins.

Þá fjöllum við um neyð barna í Súdan en ein og hálf milljón barna þjáist af vannæringu og tvær komma fjórar milljónir eru á flótta samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF. Í fréttatímanum verður rætt við konu sem tók þátt í björgunarafrekinu á Látrabjargi. Konan, sem er komin á níræðisaldur, er þakklát fyrir að hafa lifað af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×