Erlent

Boða til mótmæla vegna heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, fer í opinbera heimsókn til Jerúsalem í næstu viku. Yfirvöld í Palestínu boða til mótmæla.
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, fer í opinbera heimsókn til Jerúsalem í næstu viku. Yfirvöld í Palestínu boða til mótmæla. Vísir.is/afp
Yfirvöld í Palestínu efndu í dag til mótmælagöngu þegar varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, fer í opinbera heimsókn til Jerúsalem. Þau vilji með mótmælagöngunni láta í ljós megna óánægju sína og reiði með ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donalds Trumps, að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael. Auk þess hefur Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, sagst neita alfarið að hitta Pence í fyrirhugaðri heimsókn hans til svæðisins. Þetta kemur fram í frétt AFP.

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ætlar ekki að hitta Mike Pence.visir.is/afp
Heimsóknin kemur, sem fyrr segir, í skugga umdeildrar stefnubreytingar Bandaríkjaforseta í utanríkismálum. Þann sjötta desember síðastliðinn greindi Bandaríkjaforseti frá þeirri ákvörðun sinni að Jerúsalem yrði viðurkennd sem höfuðborg Ísraels auk þess sem sendiráð Bandaríkjanna yrðu flutt til Jerúsalem.

Fjórir drepnir og hundrað og fimmtíu særðir

Í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjastjórnar hafa mótmæli verið í Jerúsalem, Vesturbakkanum og Gaza. Herlið Ísraelsmanna skaut fjóra Palestínumenn til bana í gær og þá særðust hundrað og fimmtíu í átökunum, að því er fram kemur í frétt Reuters.

Ákvörðun forsetans hefur víða um heim verið mótmælt harðlega. Palestínumenn segja að með útspili Bandaríkjaforsetans hafi hann ógnað friðarviðræðum. Sádí Arabar fordæma stefnubreytingu Trumps og meirihluti þeirra ríkja sem mynda Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafa farið fram á neyðarfund. 


Tengdar fréttir

Þúsundir Ísraela mótmæla Netanyahu

Um 10 þúsund Ísraelar mótmæltu í Tel Avív í gær gegn forsætisráðherranum Benjamin Netanyahu sem sakaður eru um spillingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×