Körfubolti

Helena með tröllaþrennu í sigri Hauka

Borgnesingar áttu engin svör við stórleik Helenu í dag.
Borgnesingar áttu engin svör við stórleik Helenu í dag. vísir/ernir
Helena Sverrisdóttir átti hreint út sagt frábæran leik í 84-63 sigri Hauka gegn Skallagrími á Ásvöllum í dag en hún var með þrefalda tvennu og alls 46 framlagspunkta.

Haukakonur settu tóninn snemma og leiddu með sextán stigum í hálfleik en þeim tókst aðeins að bæta við það í seinni hálfleik.

Helena fór fyrir sínu liði með 23 stig, 16 fráköst og 15 stoðsendingar með 56% skotnýtingu en hún leiddi liðið í þessum þremur tölfræðiflokkum.

Carmen Tyson-Thomas var atkvæðamest í liði gestanna með 33 stig og 17 fráköst en hún hitti aðeins úr 30% skota sinna.

Í Garðabæ tókst Valskonum að halda vel aftur af Danielle Rodriguez og unnu um leið fjórtán stiga sigur á Stjörnunni 65-51. Með sigrinum tókst Valskonum að halda fjögurra stiga forskoti á toppi deildarinnar yfir áramót.

Í Njarðvík voru það Keflvíkingar sem tóku stigin þrjú í grannaslagnum, 80-73 fyrir Keflavík en eftir að hafa leitt með nítján stigum um tíma gáfu Keflvíkingar aðeins eftir í lokaleikhlutanum og Njarðvíkingar náðu að laga stöðuna.

Þá gerðu Blikar sér góða ferð á Stykkishólm og sóttu nauman fimm stiga sigur á heimavöll Snæfells en leiknum lauk með fimm stiga sigri gestanna.

Leikir dagsins:

Haukar 84-63 Skallagrímur

Njarðvík 73-80 Keflavík

Snæfell 66-71 Breiðablik

Stjarnan 51-65 Valur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×