Enski boltinn

„Mourinho er meiri sigurvegari heldur en Pep“

Dagur Lárusson skrifar
Mourinho og Guardiola
Mourinho og Guardiola vísir/getty
Alan Pardew, stjóri WBA, segir að Jose Mourinho sé meiri sigurvegari heldur en Pep Guardiola.

Pardew var spurður út í Mourinho á fréttamannafundi fyrir leik WBA gegn United um helgina en hann segir gagnrýnina sem Mourinho fær á sig vera ósanngjarna þar sem það er enginn sem stendur nálægt honum í því hvað varðar að vinna titla.

„Ég og Jose myndum elska að vinna alla leiki 4-0 með frábærum fótbolta.“

„En þannig ganga hlutirnir ekki fyrir sig. Stundum verður þú að finna aðrar leiðir til að vinna leiki. Það er enginn betri en hann í því - þá tel ég einnig Pep Guardiola með því Mourinho vinnur fleiri titla.“

„Hann fær mikla gagnrýni sem mér finnst vera ósanngjörn. Þú vinnur Samfélagsskjöldinn með því að vinna deildina eða FA bikarinn og þess vegna skil ég ekki af hverju fólk tekur hann ekki með sem bikar eins og alla aðra. Eina sem hann hugsar um eru titlar og að vinna leiki - svo einfalt er það.“

WBA fær Manchester United í heimsókn klukkan 14:15 í dag.


Tengdar fréttir

Mourinho: Allir leikmenn hafa sitt verð

José Mourinho, stjóri Manchester United, hefur gefið sterklega í skyn að Henrikh Mkhitaryan verði seldur frá félaginu í janúarglugganum en hann var spurður út í leikmanninn á fréttamannafundi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×