Enski boltinn

Van Gaal vill fá tækifæri til að jafna um sakirnar við United

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Louis van Gaal var ekki sáttur með hvernig brottrekstur hans frá Manchester United bar að.
Louis van Gaal var ekki sáttur með hvernig brottrekstur hans frá Manchester United bar að. vísir/getty
Louis van Gaal segir að hann muni einungis snúa aftur í þjálfun ef honum verður boðið starf hjá einu af stóru félögum á Englandi svo hann jafnað sakirnir við Manchester United.

Van Gaal var rekinn frá United vorið 2016, eftir að hafa gert liðið að bikarmeisturum. Við starfi hans tók José Mourinho.

Van Gaal er ósáttur með hvernig staðið var að brottrekstri hans og er greinilega ekki enn búinn að jafna sig á því.

„Ég mun sennilega ekki þjálfa félagslið aftur, nema mér verði boðið starf hjá stóru ensku félagi. Þá ætti ég möguleika að jafna sakirnar við United,“ sagði hinn 66 ára gamli Van Gaal.

Hollendingurinn skaut á dögunum á eftirmann sinn og sagði að United spilaði leiðinlega fótbolta undir stjórn Mourinhos.


Tengdar fréttir

Lukaku skoraði í sigri á WBA

WBA og Manchester United mættust í fyrri leik dagsins í enska boltanum í dag þar sem United fór með sigur af hólmi.

Messan: Lukaku eins og stórt barn

Athygli vakti að Romelu Lukaku stökk ekki bros þegar hann skoraði í 1-2 sigri Manchester United á West Brom á The Hawthornes í gær.

Van Gaal: United spilar leiðinlegan fótbolta

Louis van Gaal, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, segir að liðið spili leiðinlegan fótbolta undir stjórn José Mourinho, eftirmanns síns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×