Lífið

Lýsir sig upp með jólaseríum

Óskar ætti ekki að fara fram hjá neinum í umferðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Óskar ætti ekki að fara fram hjá neinum í umferðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Ég er einn af þeim sem fannst sniðugt að hjóla til vinnu allan ársins hring. Til að brjóta þetta upp þá ákvað ég að fá mér seríur í kringum hátíðarnar,“ segir Óskar Sæmundsson, starfsmaður Opinna kerfa, en hann hjólar til vinnu skrautlega skreyttur jólaseríum.

Vegfarendur hafa séð Sæmund hjóla á hverjum morgni og brosað í kampinn. „Ég ætlaði fyrst að fá mér hvítar seríur en hugsaði svo af hverju að gera ekki eitthvað skemmtilegt og fara alla leið með marglitum seríum og gleðja þá sem eru gangandi, hjólandi eða akandi á leið í og úr vinnu. Kannski vekur þetta smá bros.“

Sæmundur hefur hjólað í þrjú ár í og úr vinnu en Opin kerfi eru til húsa á Höfðabakka en sjálfur býr Óskar í Skeiðarvogi. Hann segist vera búinn að hjóla í kringum 7.000 kílómetra á þessu ári. Hringvegurinn (þjóðvegur númer 1) er 1.332 km og því hefur hann hjólað fimm sinnum í kringum landið.

„Það eru forréttindi að hjóla í og úr vinnu. Ég er stundum eins og litlu krakkarnir því mig langar ekkert inn að vinna. Ég hjóla meira á sumrin. Þá er ég að hjóla frá 40 mínútum og upp í tvo tíma í vinnuna.“

Hann segir að hann vilji bæta umræðu um hjólreiðafólk sem honum finnst vera of neikvæð. „Ég vil vera til fyrirmyndar í umferðinni og skapa góða stemningu. Maður reynir að setja gott fordæmi því það er pláss fyrir alla í umferðinni, hjólreiðamenn, göngufólk og bíla.“ benediktboas@365.is





Fleiri fréttir

Sjá meira


×