Fótbolti

Gylfi Þór og Sara Björk knattspyrnufólk ársins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Þór og Sara Björk.
Gylfi Þór og Sara Björk. Vísir/Eyþór/Vilhelm
Gylfi Þór Sigurðsson og Sara Björk Gunnarsdóttir eru knattspyrnufólk ársins að KSÍ en þetta var tilkynnt á heimasíðu sambandsins í dag.

Segir í fréttinni að fjölmargir aðilar komi að valinu, til að mynda fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn úr knattspyrnuhreyfingunni.

Sara Björk var í lykilhlutverki með Wolfsburg, sem varð tvöfaldur meistari í Þýskalandi á árinu sem og íslenska ladnsliðinu þar sem hún var fyrirliði á EM í Hollandi í sumar. Íslenska landsliðið vann svo frækinn sigur á Þýskalandi í undankeppni HM 2019 í haust.

Sif Atladóttir lenti í öðru sæti í valinu og Dagný Brynjarsdóttir þriðja. Sif leikur með Kristianstad í Svíþjóð en Dagný varð bandarískur meistari með Portland Thorns.

Gylfi Þór átti frábært tímabil með Swansea á síðustu leiktíð, sérstaklega eftir áramót þar sem hann var í lykilhlutverki þegar liðið bjargaði sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni. Hann var svo seldur til Everton í sumar fyrir metfé.

Aron Einar Gunnarsson er á mála hjá Cardiff í ensku B-deildinni og varð annar í valinu. Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni, varð þriðji.

Allir þrír eru lykilmenn í íslenska landsliðinu sem vann sinn riðil í undankeppni HM 2018 og tryggði sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×