Fótbolti

Gylfi Þór og Sara Björk knattspyrnufólk ársins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Þór og Sara Björk.
Gylfi Þór og Sara Björk. Vísir/Eyþór/Vilhelm

Gylfi Þór Sigurðsson og Sara Björk Gunnarsdóttir eru knattspyrnufólk ársins að KSÍ en þetta var tilkynnt á heimasíðu sambandsins í dag.

Segir í fréttinni að fjölmargir aðilar komi að valinu, til að mynda fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn úr knattspyrnuhreyfingunni.

Sara Björk var í lykilhlutverki með Wolfsburg, sem varð tvöfaldur meistari í Þýskalandi á árinu sem og íslenska ladnsliðinu þar sem hún var fyrirliði á EM í Hollandi í sumar. Íslenska landsliðið vann svo frækinn sigur á Þýskalandi í undankeppni HM 2019 í haust.

Sif Atladóttir lenti í öðru sæti í valinu og Dagný Brynjarsdóttir þriðja. Sif leikur með Kristianstad í Svíþjóð en Dagný varð bandarískur meistari með Portland Thorns.

Gylfi Þór átti frábært tímabil með Swansea á síðustu leiktíð, sérstaklega eftir áramót þar sem hann var í lykilhlutverki þegar liðið bjargaði sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni. Hann var svo seldur til Everton í sumar fyrir metfé.

Aron Einar Gunnarsson er á mála hjá Cardiff í ensku B-deildinni og varð annar í valinu. Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni, varð þriðji.

Allir þrír eru lykilmenn í íslenska landsliðinu sem vann sinn riðil í undankeppni HM 2018 og tryggði sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.