Körfubolti

Tvær treyjur Bryants hengdar upp í rjáfur | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kobe Bryant með eiginkonu sinni og þremur dætrum.
Kobe Bryant með eiginkonu sinni og þremur dætrum. vísir/getty
Kobe Bryant var heiðraður fyrir glæsilegan feril sinn með Los Angeles Lakers fyrir leik liðsins gegn Golden State Warriors í nótt.

Tvær treyjur Bryants, með númerunum 8 og 24, voru hengdar upp í rjáfur í Staples Center við hátíðlega athöfn. Bryant lék í treyju númer 8 framan af ferlinum en skipti yfir í 24 árið 2006.

„Við erum hér til að heiðra þann besta sem hefur spilað í gulu og fjólubláu,“ sagði Magic Johnson, forseti Lakers, í gær.

Bryant lék allan sinn feril með Lakers, í alls 20 ár. Hann varð fimm sinnum NBA-meistari með liðinu og komst auk þess tvisvar sinnum til viðbótar í lokaúrslit.

Bryant var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar 2008 og verðmætasti leikmaður lokaúrslitanna 2009 og 2010. Hann er leikja- og stigahæsti leikmaður í sögu Lakers.

Bryant lagði skóna á hilluna vorið 2016. Hann skoraði 60 stig í lokaleik sínum á ferlinum.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×