Golf

Frábær annar hringur og Birgir Leifur komst í gegnum niðurskurðinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. vísir/getty

Birgir Leifur Hafþórsson komst í gegnum niðurskurðinn á móti í Ástralíu í nótt en það er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi, þeirri næststerkustu í heimi.

Birgir Leifur spilaði frábærlega á öðrum hring í nótt og skilaði sér í hús á 69 höggum. Hann er á einu höggi undir pari samtals.

Hann er í 57.-75. sæti og fór upp um 50 sæti með spilamennsku sinni í dag. Hann var því í hópi þeirra síðustu sem sluppu í gegnum niðurskurðinn.

Birgir Leifur var með tandurhreint skorkort en hann var með þrjá fugla í nótt og fimmtán pör.

Heimamennirnir Marc Leishman og Adam Bland eru í forystu á mótinu á tólf höggum undir pari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.