Innlent

Tafir í heimabanka Arionbanka

Kjartan Kjartansson skrifar
Greiðslur hafa tafist vegna seinagangs í kerfi netbanka Arionbanka.
Greiðslur hafa tafist vegna seinagangs í kerfi netbanka Arionbanka. Vísir/Pjetur
Arionbanki vinnur nú að greiningu á hægagangi í kerfum sem hefur valdið því að greiðslu í netbanka eru lengur að berast en venjulega. Netbankar Landsbankans og Íslandsbankans virðast virka eðlilega.

Í tilkynningu í netbanka Arionbanka er varað við töfum á greiðslum vegna hægagangsins sem bankinn biðst afsökunar á. Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arionbanka, segir að sér skiljist að tafirnar hafi ekki áhrif á venjulegar millifærslur heldur á bunkafærslur fyrirtækja, til dæmis launagreiðslur.

Eftir því sem hann komist næst sé hægagangurinn á kerfinu álagsbundinn. Mikið álag sé á kerfinu en unnið sé að að því greina vandamálið og koma kerfinu í samt lag.

Þessi tilkynning blasir við notendum netbanka Arionbanka.Skjáskot
Edda Hermannsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, segir að netbankinn þar virki eðlilega. Samkvæmt upplýsingum Rúnars Pálmasonar, upplýsingafulltrúa Landsbankans, hefur heldur ekki borið á töfum þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×