Íbúar vilja bætur vegna hótels við Snorrabraut Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. desember 2017 07:00 Nýbyggingin umlykur gömlu mjólkurstöðina á Snorrabraut 54 á tvo vegu. Minjastofnun segir aðlögun forms og hæðar nýju byggingarinnar að eldri byggingum og götumyndum vera útfærða á sannfærandi hátt. Mynd/+Arkitektar Ný bygging á allt að fjórum hæðum mun umlykja gömlu mjólkurstöðina á Snorrabraut 54 nái óskir nýs eiganda sem birtast í deiliskipulagstillögu fram að ganga. Það er félagið Snorrabragur ehf. sem átt hefur Snorrabraut 54 frá því í september síðastliðnum. Eigandi næstu fimmtán árin þar á undan var Söngskólinn í Reykjavík. „Við erum of fátæk til að eiga svona dýra eign,“ útskýrði Garðar Cortes, skólastjóri Söngskólans, í viðtali við Fréttablaðið í júlí. Skólinn hafi verið skuldum vafinn. „Það eru alls konar hugmyndir uppi á borði,“ sagði Hilmar Kristinsson í júlí en félagið sem keypti er í eigu hans og eiginkonu hans, Rannveigar Einarsdóttur. Þau reka Hótel Sandholt á Laugavegi. Samkvæmt tillögunni sem nú er til meðferðar verður leyft að rífa einnar hæðar bakhús á lóðinni og byggja 4.450 fermetra byggingu á tveimur til fjórum hæðum. Það verði skilgreint fyrir hótel eða íbúðir baka til og verslun og þjónustu við Snorrabrautina. Leyft byggingarmagn á lóðinni í heild mun meira en fjórfaldast.Gera á upp glugga gömlu mjólkurstöðvarinnar og færa til upprunalegs horfs. Nýbygging er handa álmtrésins sem er friðað.Mynd/+ArkitektarHæð byggingarinnar er sögð miðast við að ekki falli skuggi inn í hinn nýja sundlaugargarð Sundhallar Reykjavíkur eftir klukkan níu á jafndægrum að vori og hausti og eftir klukkan tíu frá 13. október til 13. febrúar. Bílakjallari er undir byggingunni sem hægt verður að tengja við gömlu mjólkurstöðina. „Þrátt fyrir verulega aukið byggingarmagn á lóðinni heldur gamla mjólkurstöðin reisn sinni og ásýnd í götumyndum Snorrabrautar og Bergþórugötu,“ segir í áliti Minjastofnunar sem gert er fyrir Pál Hjaltason hjá +Arkitektum sem vinna deiliskipulagstillöguna. „Minjastofnun fagnar hugmyndum um endurgerð ytra borðs mjólkurstöðvarinnar í anda upphaflegrar hönnunar í tengslum við uppbyggingu á reitnum,“ segir enn fremur í álitinu. Meðlimir húsfélagsins á Snorrabraut 56 segjast hins vegar hafa verið blekktir með teikningum sem þeim voru sendar frá borgaryfirvöldum. „Samkvæmt nýjum upplýsingum er húsið við Snorrabraut sem átti að vera þriggja hæða nú orðið fjögurra hæða og ris og bakhúsin sem áttu að vera tveggja hæða eru orðin þriggja hæða og ris,“ segir í bréfi húsfélagsins. Þá bendir húsfélagið á að aðkeyrsla að bílakjallara nýja hússins verði aðeins nokkra metra frá svefnherbergisgluggum sjö íbúða. „Þar má búast við bílaumferð meira og minna allan sólarhringinn sem truflar svefn íbúa og mengar andrúmsloft,“ segja nágrannarnir og krefjast þess að aðkoman verði færð. Ónæði verði af sprengingum í klöpp á framkvæmdatímanum. Allt sé þetta heilsuspillandi. „Líklegt er að íbúðirnar falli í verði og að erfitt verði að selja þær,“ segir húsfélagið. Farið verði fram á bætur ef ekki verði orðið við kröfum um breytingar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Ný bygging á allt að fjórum hæðum mun umlykja gömlu mjólkurstöðina á Snorrabraut 54 nái óskir nýs eiganda sem birtast í deiliskipulagstillögu fram að ganga. Það er félagið Snorrabragur ehf. sem átt hefur Snorrabraut 54 frá því í september síðastliðnum. Eigandi næstu fimmtán árin þar á undan var Söngskólinn í Reykjavík. „Við erum of fátæk til að eiga svona dýra eign,“ útskýrði Garðar Cortes, skólastjóri Söngskólans, í viðtali við Fréttablaðið í júlí. Skólinn hafi verið skuldum vafinn. „Það eru alls konar hugmyndir uppi á borði,“ sagði Hilmar Kristinsson í júlí en félagið sem keypti er í eigu hans og eiginkonu hans, Rannveigar Einarsdóttur. Þau reka Hótel Sandholt á Laugavegi. Samkvæmt tillögunni sem nú er til meðferðar verður leyft að rífa einnar hæðar bakhús á lóðinni og byggja 4.450 fermetra byggingu á tveimur til fjórum hæðum. Það verði skilgreint fyrir hótel eða íbúðir baka til og verslun og þjónustu við Snorrabrautina. Leyft byggingarmagn á lóðinni í heild mun meira en fjórfaldast.Gera á upp glugga gömlu mjólkurstöðvarinnar og færa til upprunalegs horfs. Nýbygging er handa álmtrésins sem er friðað.Mynd/+ArkitektarHæð byggingarinnar er sögð miðast við að ekki falli skuggi inn í hinn nýja sundlaugargarð Sundhallar Reykjavíkur eftir klukkan níu á jafndægrum að vori og hausti og eftir klukkan tíu frá 13. október til 13. febrúar. Bílakjallari er undir byggingunni sem hægt verður að tengja við gömlu mjólkurstöðina. „Þrátt fyrir verulega aukið byggingarmagn á lóðinni heldur gamla mjólkurstöðin reisn sinni og ásýnd í götumyndum Snorrabrautar og Bergþórugötu,“ segir í áliti Minjastofnunar sem gert er fyrir Pál Hjaltason hjá +Arkitektum sem vinna deiliskipulagstillöguna. „Minjastofnun fagnar hugmyndum um endurgerð ytra borðs mjólkurstöðvarinnar í anda upphaflegrar hönnunar í tengslum við uppbyggingu á reitnum,“ segir enn fremur í álitinu. Meðlimir húsfélagsins á Snorrabraut 56 segjast hins vegar hafa verið blekktir með teikningum sem þeim voru sendar frá borgaryfirvöldum. „Samkvæmt nýjum upplýsingum er húsið við Snorrabraut sem átti að vera þriggja hæða nú orðið fjögurra hæða og ris og bakhúsin sem áttu að vera tveggja hæða eru orðin þriggja hæða og ris,“ segir í bréfi húsfélagsins. Þá bendir húsfélagið á að aðkeyrsla að bílakjallara nýja hússins verði aðeins nokkra metra frá svefnherbergisgluggum sjö íbúða. „Þar má búast við bílaumferð meira og minna allan sólarhringinn sem truflar svefn íbúa og mengar andrúmsloft,“ segja nágrannarnir og krefjast þess að aðkoman verði færð. Ónæði verði af sprengingum í klöpp á framkvæmdatímanum. Allt sé þetta heilsuspillandi. „Líklegt er að íbúðirnar falli í verði og að erfitt verði að selja þær,“ segir húsfélagið. Farið verði fram á bætur ef ekki verði orðið við kröfum um breytingar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira