Sport

Þrjú brons á NM í sundi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Boðsundssveit Íslands
Boðsundssveit Íslands mynd/ssí
Ísland vann til þriggja bronsverðlauna á Norðurlandameistaramótinu í sundi í dag, en mótið fer fram í Laugardalslaug.

Bryndís Bolladóttir vann brons í 100m skriðsundi, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir varð þriðja í 400m fjórsundi og sveit Íslands í 4x200m skriðsundi hlaut bronsverðlaun. Sveitina skipuðu Bryndís Bolladóttir, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, María Fanney Kristjánsdóttir og Sunneva Dögg Robertson

Í gærkvöld varð Davíð Hildiberg Aðalsteinsson Norðurlandameistari í 100m baksundi þegar hann synti á tímanum 53,91 sekúndum. Þá unnu Sunneva Dögg Robertson og Eydís Ósk bronsverðlaun, Sunneva í 200m skriðsundi og Eydís í 800m skriðsundi.

Lokadagur mótsins fer fram á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×