Enski boltinn

Wenger: Reiður og svekktur

Dagur Lárusson skrifar
Wenger og Mourinho á hliðarlínunni í gær.
Wenger og Mourinho á hliðarlínunni í gær. vísir/getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist vera reiður og svekktur eftir tap sinna manna gegn Manchester United í gær.

Leikurinn fór 3-1 fyrir Manchester United en samt sem áður áttu Arsenal mikið fleiri marktilraunir heldur en gestirnir en inn vildi boltinn aðeins einu sinni og það var þegar Lacazette skoraði í byrjun seinni hálfleiks.

„Varnarlega þá byrjuðum við alls ekki vel og við komum okkur í mjög erfiða stöðu strax frá byrjun. En þrátt fyrir það þá fengum við nóg af tækifærum til þess að koma til baka.“

„Þegar þú átt 33 skot á mark í svona stórleik, þá þýðir það að liðið þitt var með yfirhöndina. Baráttuandinn okkar var til fyrirmyndar og spilamennskan frábær.“

„En þrátt fyrir allt þetta þá erum við tómhentir eftir þennan leik og þess vegna er ég reiður og svekktur.“

Eftir tapið í gær fór Arsenal niður um sæti og sitja nú í 5.sæti deildarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×