Enski boltinn

Guardiola: Ég hef heyrt um þennan Fergie-tíma

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guardiola ásamt Aguero
Guardiola ásamt Aguero Vísir/getty
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var eðlilega kátur í gær þegar að strákarnir hans unnu þrettánda sigurinn í röð í ensku úrvalsdeildinni en liðið lagði West Ham, 2-1.

City-liðið lenti 1-0 undir en var sterkara á lokasprettinum. David Silva skoraði sigurmarkið undir lokin en það var tólfta markið sem City skorar á síðustu fimmtán mínútu leikjanna í úrvalsdeildinni.

„Ég hefði frekar kosið að vera með unninn leik þarna undir lokin en úrvalsdeildin er úrvalsdeildin,“ sagði Guardiola eftir leik.

Hitt liðið í Manchester, rauðliðar United, voru lengi vel besta liðið í deildinni þegar kom að því að skora seint og alveg djúpt inn í uppbótartíma.

Það var oft kallað Fergie-tími í höfuðið á Sir Alex Ferguson en mótherjum United fannst oft að dómarar deildarinnar flautuðu ekki af fyrr en United var búið að skora sigurmark.

„Ég hef heyrt um þennan Fergie-tíma en ég var ekki hérna þegar að það var í gangi. Það sjá samt allir hvað við getum. Við gefumst ekki upp,“ sagði Pep Guardiola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×