Enski boltinn

Adams: Arsenal vinnur ekki deildina undir stjórn Wenger

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arsene Wenger.
Arsene Wenger. vísir/getty
Tony Adams, fyrrverandi miðvörður og fyrirliði Arsenal, telur að liðið geti ekki orðið meistari undir stjórn Arsene Wenger en það kæmi honum ekkert á óvart ef Frakkinn framlengir samningi sinn við félagið.

Arsenal er sama og úr leik í baráttunni um enska meistaratitilinn eftir fjórtán umferðir í deildinni en liðið er fimmtán stigum á eftir Manchester City eftir 3-1 tap á heimavelli gegn Manchester United á sunnudaginn.

Wenger vann deildina þrsivar sinnum á fyrstu átta árum sínum í Lundúnum en fjórtán ár eru síðan hann vann hana síðast.

Adams var gestur í þættinum Goals on Sunday á Sky Sports í gær þar sem hann var spurður hvort Arsenal gæti unnið deildina undir stjórn Wenger.

„Hann er samningsbundinn í 18 mánuði til viðbótar þannig að þú ert að spyrja mig hvort þessi leikmannahópur geti orðið meistari. Það getur hann ekki. Það er nokkuð augljóst,“ sagði Adams.

„Hversu lengi getur Wenger haldið áfram? Hann er 67 ára gamall og er búinn að láta hafa eftir að sér að ef hann hættir núna er hann í raun og veru að deyja. Ég sé hann því ekki hætta því hans bíður ekkert utan fótboltans. Ég sé hann alveg fyrir mér framlengja samninginn við Arsenal,“ sagði Tony Adams.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×