Lífið

Sjáið Britney taka Elvis

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Eitt er víst: Britney kann að syngja.
Eitt er víst: Britney kann að syngja. Vísir / Skjáskot af Instagram
Söngkonan Britney Spears fagnaði 36 ára afmæli sínu á laugardaginn, 2. desember. Hún ákvað að halda uppá afmælið sitt með því að taka sína útgáfu af Can’t Help Falling in Love sem Elvis Presley gerði frægt. Hún birti myndband af söngnum á Instagram-reikningi sínum.

„Færsla Madonnu gaf mér innblástur í gær. Hún hefur rétt fyrir sér… þögn = dauði! Ég gat ekki hætt að hugsa um þessi orð því þau eru svo sönn,“ skrifaði Britney við myndbandið og vísaði í myndband sem söngkonan Madonna birti á Instagram á alþjóðlega AIDS deginum föstudaginn 1. desember. Birti Madonna myndband af sér að syngja lag sem Britney sló í gegn með, Toxic.

Sjáið myndband Madonnu hér fyrir neðan:


 

 
A post shared by Madonna (@madonna) on Dec 1, 2017 at 1:45pm PST

„Mig hefur alltaf langað til að syngja svona… syngja í fallegum, litlum, svörtum kjól, tekin upp í einföldu, 360 gráðu skoti í einni töku! Ég hugsaði: Ætti ég ekki að gera þetta fyrst ég á afmæli?! Þannig að, búmm. Þegar klukkan sló tólf, gerði ég það!!!“ hélt Britney áfram og þakkaði síðan fyrir allar kveðjurnar

„Takk fyrir allar fallegu afmæliskveðjurnar og fyrir að leyfa mér að gera það sem ég elska. Ég kann meira að meta það en þið eigið nokkurn tímann eftir að vita!!!“

Í myndbandinu fær falleg rödd Britney að njóta sín og nær hún eflaust að þagga niður í einhverjum gagnrýnendum sem telja hana mæma allt á tónleikum. Hún tjáði sig um þessa gagnrýni í viðtali í júní

„Fullt af fólki heldur að ég syngi ekki á tónleikum. Af því að ég dansa svo mikið… þá er ég með smá á bandi en það er blanda af röddinni minni og upptöku. Þetta gerir mig reiða því ég er að leggja mig alla fram og að syngja á sama tíma og ég fæ aldrei hrós fyrir það.“

Sjáið Britney taka Elvis Presley hér fyrir neðan:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×