Innlent

Alþingi sett á fimmtudag í næstu viku

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Á fimmtudagskvöldið í næstu viku fer fram umræða um stefnuræðu forsætisráðherra.
Á fimmtudagskvöldið í næstu viku fer fram umræða um stefnuræðu forsætisráðherra. vísir/gva

Þingsetning verður á fimmtudaginn í næstu viku, 14. desember, og um kvöldið verður umræða um stefnuræðu forsætisráðherra Katrínar Jakobsdóttur. Frá þessu er greint á vef RÚV.

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar tók við völdum á Bessastöðum á fimmtudaginn í síðustu viku. Daginn eftir, þann 1. Desember, fundaði ríkisstjórnin svo í fyrsta sinn og annar ríkisstjórnarfundurinn var svo í morgun.
 
Á meðal þess sem rætt var á fundinum var fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, en venju samkvæmt verður það fyrsta frumvarpið sem lagt verður fram þegar þing kemur saman í næstu viku.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði í samtali við Vísi í gær að önnur frumvörp sem komi fram á þessu þingi snúi að lögfestingu NPA, breytingum á útlendingalögum og breytingum á almannatryggingakerfinu. Hann sagði líklegt að þing myndi funda á milli jóla og nýárs þar sem það sé ekki endilega raunhæft að ljúka öllum málum fyrir jól.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.