Viðskipti innlent

Hagfræðideild Háskóla Íslands og Deloitte í samstarf

Hörður Ægisson skrifar
Ásgeir Jónsson, deildarforseti hagfræðideildar, Jón Atli Benediktsson, háskólarektor, og Sigurður Páll Hauksson, forstjóri Deloitte.
Ásgeir Jónsson, deildarforseti hagfræðideildar, Jón Atli Benediktsson, háskólarektor, og Sigurður Páll Hauksson, forstjóri Deloitte.

Hagfræðideild Háskóla Íslands og ráðgjafa- og endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér að starfsmenn Deloitte munu kenna í náminu, taka við starfsnemum og styðja við lokaverkefni nemenda.

Samstarfssamningurinn við Deloitte er gerður í kjölfar þess að fyrir ári síðan voru stofnaðar tvær nýjar námslínur við hagfræðideildina – BS í fjármálahagfræði og viðskiptahagfræði – þar sem fyrstu þrjár annir námsins eru samhljóða hinu hefðbundna BS-námi í hagfræði en nemendum gefst síðan kostur á því að velja fjármál eða önnur viðskiptatengd fög í seinni hluta námsins.

Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar, segir að samstarfið við Deloitte opni nýjan þekkingar- og reynsluheim fyrir hagfræðinema og staðfesti þann áhuga sem hann hafi fundið fyrir í atvinnulífinu á þessum námsnýjungum. „Deloitte hefur verið hasla sér völl í efnahagstengdum greiningum og ég held að samstarfið við þá bjóði upp á marga möguleika fyrir báða aðila,“ útskýrir Ásgeir.

Hann segir að nemendum gefist nú kostur á því að sníða sitt eigið nám með úrvali námskeiða úr bæði hagfræði- og viðskiptadeild. Sú samsetning sé öflugt veganesti út í atvinnulífið þar sem tæknilegar kröfur fari saman með staðgóðri þekkingu á hagfræði, fjármálum og viðskiptum. Ásgeir segir þessar línur hafa reynst mjög vinsælar og leitt til tvöföldunar á fjölda nýnema við deildina síðasta haust en nú eru rúmlega 70 nemar á fyrsta ári í hagfræði.

Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
1,25
2
48.600
SKEL
0,66
3
89.276
GRND
0,62
1
16.100
SYN
0,2
3
127.020
MARL
0,13
7
28.952

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-1,39
10
48.327
VIS
-1,15
3
34.510
TM
-0,52
3
34.622
FESTI
-0,2
1
9.980
EIK
-0,13
1
7
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.