Erlent

Skólum breytt eftir barnaníð

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Öryggisráðstafanir voru gerðar á leikskólum í Svíþjóð í kjölfar barnaníðs.
Öryggisráðstafanir voru gerðar á leikskólum í Svíþjóð í kjölfar barnaníðs. vísir/vilhelm
Breytingar hafa verið gerðar á öllum leikskólum í Kristianstad í Svíþjóð eftir að í ljós kom árið 2015 að barnaníðingur, sem starfað hafði á 26 leikskólum í afleysingum, hafði beitt um 20 börn á aldrinum eins til þriggja ára ofbeldi. Í mörgum tilfellanna tók hann myndir af börnunum með farsíma þegar hann var að skipta á þeim.

Gluggar hafa verið settir á salernisdyr í leikskólunum og skiptiborð eru höfð í augsýn allra. Auk þess er starfsmönnum bannað að nota eigin farsíma á meðan þeir eru í vinnunni. Símarnir verða læstir inni yfir daginn. Samkvæmt frétt sænska ríkissjónvarpsins eru ekki allir starfsmenn ánægðir með farsímabannið.

Barnaníðingurinn hefur verið dæmdur fyrir nauðgun, gróft kynferðislegt ofbeldi og barnaklám. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×